sunnudagur
Við ákváðum að skella okkur út með nesti fljótt eftir að við vöknuðum á sunnudaginn, himininn var blár og við höfum ekki séð sólina í alltof langan tíma. Því miður hélst hann ekki blár lengi en krakkarnir skemmtu sé vel og við fengum smá sólskin.
Alma vildi vera kisa þegar við komum heim
Það entist þó ekki lengi því hún skipti yfir í uppáhaldleikinn sinn sem er að leika að við séum á leikskólanum og að hún sé "fröken" og ég barn. Hún stjórnar alveg með harðri hendi,  heldur samverustundir og  þennan dag fengum við að mála.
Eftir allan leikinn bökuðum við bananabrauð, sem heppnaðist ekki nógu vel og molnaði bara hjá okkur en var samt gott á bragðið. Ef einhver á betri uppskrift að bananabrauði þá má endilega deila með okkue, stór plús ef það er í hollari kantinum. :)

Origami


 Alma veit fátt skemmtilegra en að föndra og því ákváðum við að bæta í föndurdótið hennar um jólin og gáfum henni þetta sniðuga Origami sett. Það er gert fyrir aðeins eldri börn en við dundum okkur við þetta í sameiningu.

Þar sem mér finnst  eiginlega alveg jafn skemmtilegt að föndra, pantaði ég mér þessa sniðugu bók eftir Fideli Sundqvist. Hún er snillingur í að vinna með pappír og býr til allskonar fínerí. Ég hlakka til að spreyta mig á nokkrum verkefnum í bókinni, sérstaklega á loftbelgnum hérna fyrir neðan.

DIY stofuborð
Okkur hefur lengi langað til að búa til borð í stofuna, en ekki látið verða af því fyrr en nú. Um helgina skelltum við okkur Ikea og keyptum svarta búkka til að nota sem fætur. Í gær tók ég mig svo til og hjólaði í byggingavöruverslun og keypti viðinn í borðplötuna. Ég var frekar skrautleg þegar ég hjólaði heim með langar spýtur á hjólinu og í fanginu og fékk nokkur bros frá gangangi vegfarendum  á leiðinni. Nú er eldhúsborðið okkar aftur komið inn í eldhús og nýja borðið (sem ég er kannski aðeins stoltari af en ég ætti að vera) prýðir stofuna.