photo BANNER_zps3e343e76.jpg


umflokkarUntitled-1heimasida


sunnudagur




Við ákváðum að skella okkur út með nesti fljótt eftir að við vöknuðum á sunnudaginn, himininn var blár og við höfum ekki séð sólina í alltof langan tíma. Því miður hélst hann ekki blár lengi en krakkarnir skemmtu sé vel og við fengum smá sólskin.
Alma vildi vera kisa þegar við komum heim
Það entist þó ekki lengi því hún skipti yfir í uppáhaldleikinn sinn sem er að leika að við séum á leikskólanum og að hún sé "fröken" og ég barn. Hún stjórnar alveg með harðri hendi,  heldur samverustundir og  þennan dag fengum við að mála.




Eftir allan leikinn bökuðum við bananabrauð, sem heppnaðist ekki nógu vel og molnaði bara hjá okkur en var samt gott á bragðið. Ef einhver á betri uppskrift að bananabrauði þá má endilega deila með okkue, stór plús ef það er í hollari kantinum. :)

3 comments:

Ásrún said...

Mér finnst þessi uppskrift skotheld, fékk hana frá Fjólu / Brynhildi :)

2 bollar spelt, má vera rétt rúmlega
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 egg
1/3 bolli agave sýróp
3 stappaðir bananar

Þurrefnum blandað saman og síðan skellt bönunum, eggi og sýrópi út í. Reynið að hræra sem minnst í deginu.
Þessu er skellt í form og inn í ofn á 180 gráður í 40 mínútúr.

kv Ásrún

Gudny Brá said...

Takk Ásrún! Þessi uppskrift er spennandi, verð að prófa hana við tækifæri :)

Ásrún said...

mæli með því :)